Færsluflokkur: Pepsi-deildin
Kristinn gunga og Tryggi með Drogba syndrome
21.9.2008 | 22:27
Djö.... var hann Kristinn dómari mikil gunga að reka ekki Dennis Sim útaf þegar hann tók boltann með hendinni. Redo að mig minnir var kominn einn í gegn og Sim er aftasti varnarmaður og stoppar boltann viljandi með hendinni. Svo á þetta að vera reyndasti og besti dómari okkar .
Svo er ömurlegt að horfa á Tryggva spila með Drogba syndrome. Það er eins og hann verði fyrir byssukúlu þegar menn rétt snerta hann, svo hendir hann sér í grasið og vælir og vælir. Og svo þetta í lokin þegar FH skorar þriðja markið gerir hann allt til að espa upp Keflvíkinga. Ég hafði alltaf gott álit á Tryggva sem fótboltamanni en það fauk út um gluggann í dag.
FH - Keflavík, 3:2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |