Slys ?

Ef málið er að hann hafi tekið of mikið af svefnpillum hvernig er þá hægt að segja að þetta hafi verið slys ?


mbl.is Segja Ledger hafa látist af slysförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleepless

Ég þurfti einusinni að taka svefntöflur og skal deila með þér minni reynslu sem og annrra sem ég þekki sem hafa neyðst til að nota slíka hækju til skamms tíma.

 til eru töflur, ég ætla ekki að fullyrða að allar svefntöflur hafi þessi áhrif, en þessar þykja vera mjög mildar og heita Stilnocht (vona að ég skrifi það rétt) og þær valda því að það er einsog það slokkni á heilanum á manni þó maður sé ennþá vakandi. Til eru dæmi um það að fólk geri ýmiskonar vitleysu af sér meðan það er undir áhrifum og er ekki "vaktað"2 af ástvinum.

Í mínu tilviki ráfaði ég um heimilið mitt og keðjureykti, því ég gat ekki munað að ég var ný búin að drepa í.

Í tilviki vinkonu minnar þá þegar hún var undir áhrifum þá borðaði hún allt sem fannst í ískáppnum en hjá henni komu upp tilvik þar sem hún hreinlega mundi ekki að hún hefði tekið töflu og tók því aðra.... og aðra... og aðra.....

það kom sem betur fer sjaldan fyrir en í eittskipti fór hún í gegnum 12 töflur á undir 8 tímum.

Og taktu eftir þetta eru ekki sterku töflurnar.

Ég held að þessi aukaverkun sé kölluð "rugl" ef maður skoðar seðillinn sem fylgir með lyfjum og auðvitað eiga allir að lesa fylgiseðil og kynna sér.

Ég segi það fyrir mig prívat og persónulega  að þegar ég las að þetta gæti verið slys að þetta væri skýringin, allavega er það skýring sem gengur upp í mínum hug þar sem ég kannast við hve hættulegar svefntöfæur geta í raun verið.

Vonandi nýtast þér þessar upplýsingar og gefa kannski öðrum hugmynd um skaðsemi sem svefntöflur geta valdið þó auðvitað sé enginn skömm í því að þurfa á hækju að halda á jafn erfiðum tímum og svefnleysi til lengri tíma getur valdið.

 XxX

Alma 

Sleepless, 23.1.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband